Vinsælasta efnið á Netflix þessa stundina eru þættirnir Monster: The Jeffrey Dahmer Story þar sem Evan Peters leikur fjöldamorðingjann og mannætuna Dahmer á eftirminnilegan hátt en hann myrti sautján unga menn og drengi á árunum 1978 til 1991.
Vinsældir þáttanna hafa orðið til þess að ýmsir eru nú farnir að rifja upp fortíðina. Söngkonan Katy Perry er því óvænt orðinn skotspónn harðrar gagnrýni vegna textabrots í laginu Dark Horse sem kom út árið 2013.
Í laginu rappar Juicy J og segir hún meðal annars: „She eats your heart out like Jeffrey Dahmer.“
Þetta finnst mörgum ekki lengur við hæfi, nú þegar þeir hafa séð þættina, og kalla þetta „óvirðingu“ í garð fórnarlamba Dahmers og hreinlega „ógeðslegt.“
Öðrum finnst hins vegar undarlegt að fólk sé að velta sér upp úr texta við lag sem kom út fyrir níu árum.
Þá eru Katy Perry og Juicy J alls ekki eina tónlistarfólkið sem hefur nefnt Dahmer í textum sínum heldur hafa til að mynda Eminem, Kesha, Marilyn Manson og Nicki Minaj gert slíkt hið sama.
It still upsets me when I hear the line in the song Dark Horse „She eats your heart out like Jeffrey Dahmer“ and I always make my daughter turn the station. It’s so disrespectful to the victims families. I hope people remember them while watching Netflix. Sorry for their losses.
— Jennifer (@zombienurse123) September 21, 2022
why isn’t anyone calling out Katy Perry for allowing such a vile & terrible lyric to be included in one of her hit songs? Jeffrey was a notorious serial killer & Katy CHOSE to romanticize his criminal & inhumane actions. I actually feel sick to my stomach. She NEEDS to apologize. pic.twitter.com/vIFmI0MNPL
— j (@dullspiderwebs) September 26, 2022
Since Jeffrey Dahmer is trending right now, can talk about how weird Juicy J’s line in Katy Perry’s “Dark Horse” is… pic.twitter.com/jmKLcJBEbu
— Destinyrichiemua💞✨ (@destinyrmakeup) September 22, 2022