Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun eftir nokkuð hlé en búast má við miklum látum um helgina þegar tveir stórleikir fara fram.
VAR tæknin hefur fest sig í sessi í deildinni en þrátt fyrir að margir séu ósáttir með tæknina er hún komin til að vera.
Ef ekki væri fyrri VAR þá væri Manchester United í veseni og væri fjórum sætum neðar en raun ber vitni.
Liverpool myndi einnig fara neðar í töfluna en Arsenal væri á toppnum með fullt hús stiga. Chelsea hefur einnig grætt vel á tækninni.
Tottenham væri með fleiri stig ef ekki væri fyrir VAR. Svona væri taflan án VAR.