fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. september 2022 12:01

Teller hitti konungsfjölskylduna. Mynd/ShutterStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Miles Teller segir frá því þegar hann braut reglur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann viðurkenndi mistökin í spjallþætti Jimmy Fallon í gær.

Atvikið átti sér stað í London í maí síðastliðnum á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick. Hann segir að hann – og meðleikarar hans – hafi fengið „lista yfir það sem við máttum og máttum ekki gera“ þegar kæmi að því að hitta Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju.

„Það eru rosa margar kurteisisreglur og ég var með blað með þeim öllum svo ég myndi ekki fokka þessu upp,“ sagði hann við Fallon.

Þrátt fyrir útprentaða listann tókst Teller samt sem áður að gera það.

„Ég klúðraði þessu strax,“ viðurkenndi hann.

Týndur í augum prinsins. Mynd/Getty

„Þú átt ekki að rétta fram hægri höndina nema [Vilhjálmur og Katrín] geri það fyrst. En ég fann orkuna þannig ég bara ákvað að láta til skarar skríða,“ sagði hann.

„Þau mega eiga það, þau eru mjög heillandi. Ég var týndur. Augu Vilhjálms… Katrín var falleg og hress, en Vilhjálmur… Ég veit ekki, ég datt út.“

Teller grínaðist með að hafa sjálfum tekist að heilla Vilhjálm upp úr skónum. „Ég held að hann sé lífstíðaraðdáandi núna. Ég var bara að svara í sömu mynt,“ sagði hann.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna