Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þar sem íslenski markaðurinn sé örmarkaður og það hjálpi ekki til hversu fáir tali íslensku hafi þurft að stórfjölga undanþágum frá merkingum að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Hún sagði að það vanti fleiri markaðssett lyf og samheitalyf hingað til lands. Hafi Lyfjastofnun barist fyrir að fá undanþágur frá merkingum og hvetji aðila til að vera með á íslenska markaðnum.
Hún sagði að Lyfjastofnun sé mjög vakandi yfir þessu vandamáli enda sé fullt tilefni til þess.
Hún sagði að allar aðfangakeðjur séu erfiðari nú en áður en mikilvægt sé að við tölum okkur ekki upp í alvarlegan lyfjaskort. „Við viljum ekki að fólk hamstri lyf af ótta við að ekkert verði til,“ sagði hún.