Þess er vænst að héruðun fjögur verði innlimuð í Rússland í dag. Bandaríkjastjórn segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland ef það verður gert.
Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að nú verði 18 HIMARS-flugskeytakerfi send til Úkraínu en þau hafa reynst úkraínska hernum vel og veitt honum ákveðna yfirburði á vígvellinum. Þau geta skotið flugskeytum allt að 85 km og eru mjög nákvæm.
Með þeim hafa Úkraínumenn getað ráðist á birgðaflutningaleiðir Rússa, birgðageymslur og skotfærageymslur langt að baki víglínunni. Af þessum sökum eiga Rússar í erfiðleikum með að byggja upp öflugan her nærri víglínunni.
Auk HIMARS senda Bandaríkin fjölda brynvarinna ökutækja, sem er hægt að nota til að flytja þungavopn, til Úkraínu auk 150 Humvee bíla sem er hægt að nota við aðgerðir þar sem þarf mikinn hreyfanleika.