fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Myndband vekur mikla athygli – Fáið dömubindi og túrtappa hjá kærustunum ykkar til að nota í stríðinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 05:53

Skjáskot af myndbandinu. Mynd:Twitter/Nexta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband, sem sýnir að sögn rússneska hermenn, sem voru kallaðir í herinn eftir að herkvaðning hófst í síðustu viku, í Altai-hérðinu hefur vakið mikla athygli. Meðal annars vegna þess að yfirmenn hermannanna segja þeim að þeir fái bara einkennisfatnað og vopn hjá hernum, ekkert annað. Ekki einu sinni lyf eða svefnpoka. Þetta verða þeir sjálfir að útvega.

En það hefur ekki síður vakið athygli hvað kona, sem er sögð vera herlæknir, segir við þá: „Ókei strákar, nú megið þið ekki hlæja. Biðjið konurnar ykkar, kærustur og mæður um láta ykkur fá dömubindi,“ segir hún á upptökunni sem óháði hvítrússneski miðillinn Nexta birti.

„Þau ódýrustu og ódýrustu túrtappana. Vitið þið hvað á að nota þetta í? Ef þið fáið skotsár þá stingið þið túrtappanum beint í gatið. Þá túttnar hann út,“ sagði læknirinn og bætti við að hún hafi vitað af þessu síðan í stríðinu í Tjétjeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Í gær

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar