Eldur kom upp í skúr í Garðabæ. Ekki er vitað um tjón.
Eldur kom upp í rusli við leikskóla í Grafarvogi. Eitthvað tjón varð á húsnæði leikskólans.
Afskipti voru höfð af tveimur aðilum í Miðborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot í Hlíðahverfi.
Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar er grunaður um vörslu fíkniefna.