Það eru fáir leikmenn eins eftirsóttir og miðjumaðurinn Jude Bellingham sem spilar með Borussia Dortmund.
Bellingham er 19 ára gamall miðjumaður og er orðinn byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu.
Allar líkur eru á að Bellingham yfirgefi Borussia Dortmund næsta sumar og snúi aftur til Englands.
CBS segir frá því að Erling Haaland, leikmaður Manchester City, sé að reyna að sannfæra Bellingham um að koma til Manchester.
Bellingham er mest orðaður við Liverpool en hann gæti verið fáanlegur fyrir 83 milljónir punda á næsta ári.
Haaland og Bellingham léku saman í Þýskalandi áður en sá fyrrnefndi yfirgaf Dortmund og samdi við Man City í sumar.