Vaxtaræktakonan Michele Umezu hefur gengist undir hnífinn til að „verða hrein mey“ á ný.
Umezu er fyrrum kærasta fyrrum knattspyrnumannsins Ronaldo, þess brasilíska.
Hún er 40 ára gömul og vill finna rétta manninn og gifta sig sem „hrein mey.“
„Ég er að leita að manni sem leitar að sama tilgangi og hefur sömu trú og ég. Ég skammast mín ekki fyrir þetta því þetta er það sem ég vil,“ segir Umezu.
Hún og Ronaldo eiga eitt barn saman, sautján ára gamlan son.
Hún sagði honum ekki frá barninu fyrr en hann var átta mánaða gamall. Hann var orðinn fimm ára þegar staðfest var að Ronaldo væri faðirinn.