fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
433Sport

Arnar finnur fyrir pressunni – „Það búast allir við að þú vinnir leikinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, bíður með eftirvæntingu eftir úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Hann býst við góðum en krefjandi leik.

Víkingur er í öðru sæti Bestu deildarinnar á meðan FH er í því ellefta. Það skiptir þó litlu fyrir leikinn á laugardag, að sögn Arnars.

„Það er mikil eftirvænting. Þetta er stærsti einstaki leikur ársins. Við erum að spila við mjög stóran og sögulegan klúbb, ekki gengið vel hjá þeim í sumar en ég held það skipti engu máli þegar leikurinn á laugardag hefst,“ segir Arnar við 433.is í aðdraganda leiksins.

Arnar vonast eftir skemmtilegum leik.

„Ég vona að þetta verði skemmtilegt og að bæði lið sæki til sigurs. Fyrirfram á maður von á að við verðum eitthvað aðeins meira með boltann en þeir eru með góða leikmenn innanborðs. Þeir geta meitt okkur verulega ef við erum ekki á tánum.

Þetta er það stór leikur að ég vona að bæði lið mæti með það hugarfar að skemmta áhorfendum og leggja allt í sölurnar.“

Liðin mættust einnig í bikarúrslitum fyrir þremur árum síðan. Þá var FH talið sigurstranglegra liðið en Víkingur hafði þó betur. Nú hefur taflið snúist við.

„Það er aðeins meiri pressa ef þú ert sigurstranglegri. Það búast allir við að þú vinnir leikinn, það er aðeins öðruvísi,“ segir Arnar.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vekur heimsathygli fyrir útlitið eftir að hafa fengið eftirsótt starf – Birtir reglulega djarfar myndir á samskiptamiðlum

Vekur heimsathygli fyrir útlitið eftir að hafa fengið eftirsótt starf – Birtir reglulega djarfar myndir á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er líka orðaður við Manchester United

Er líka orðaður við Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyndu að stela Trent fyrir framan nefið á Real Madrid

Reyndu að stela Trent fyrir framan nefið á Real Madrid
433Sport
Í gær

Jackson byrjaður að æfa

Jackson byrjaður að æfa
433Sport
Í gær

Mourinho metnaðarfullur fyrir næsta tímabil og vill fá stórstjörnu

Mourinho metnaðarfullur fyrir næsta tímabil og vill fá stórstjörnu
Hide picture