Íslenskar Getraunir hafa í samstarfi við Svenska Spel sett í loftið nýjan getraunaleik, sem ber nafnið XG, þar sem tippað er á markaskor í 13 knattspyrnu leikjum. Tippað er á hversu mörg mörk verða skoruð í heildina í hverjum leik fyrir sig eða frá 0 og upp í 7 mörk eða fleiri. Potturinn fyrir 13 rétta verður hærri en getraunaspilarar eiga að venjast og stefnir í allt að 650 milljónir á laugardaginn. XG er opinn öllum sem hafa náð 18 ára aldri en frekari upplýsingar er hægt að nálgast á xg.is. Leikurinn er í boði á heimasíðu Getrauna og í Lengju appinu. Líkt og með aðra leiki Getrauna þá rennur allur hagnaður til íþrótta og æskulýðsstarfs á Íslandi.