fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk málnefnd gaf í dag frá sér ályktun um stöðu íslenskrar tungu í dag, en eitt af hlutverkum nefndarinnar er að álykta árlega um stöðu tungunnar. Með ályktuninni fylgja hugmyndir um hvað hið opinbera getur gert til að styrkja íslenska tungu sem eigi undir högg að sækja á gervihnattaöldinni sem nú stendur yfir.

Þörf á meiri aðgerðum

Um stöðu íslenskunnar segir að um sé að ræða tungumál sem fáir noti sem sitt fyrsta mál og því sé þörf á meiri aðgerðum í þágu íslensku en fjölmennari tungumála. Stjórnvöld þurfi að taka meira þátt í þeim aðgerðum en ella og geti stórþjóðir ekki verið fyrirmyndir því íslenskar aðstæður séu sérstakar og kalli á aukin opinber afskipti.

Nú þegar samskipti fari í æ ríkari mæli fram á netinu og í snjalltækjum þurfi umtalsverðan aukastuðning til að íslenskan geti þrifist í stafrænum heimi. Reglur þurfi að setja um íslenskt viðmót í tölvum og snjalltækjum að minnsta kosti hjá opinberum stofnunum og muni það hvetja framleiðendur sem ekki gefi kost á slíku viðmóti að bæta úr því.

Ekki verði rof milli kynslóðanna

Í ályktuninni segir einnig:

„Eitt af markmiðum íslenskrar málstefnu er að ekki verði rof á milli tungumáls kynslóðanna. Þar sem fólk sækir í æ ríkara mæli þekkingu á netið er brýn þörf á að auka netaðgengi að sögulegu og eldra efni langt umfram það sem nú er og það á einnig við um íslenskar þýðingar á erlendu efni. Mikilvægt er að taka tillit til þeirra sem ólust upp við annað móðurmál og huga sérstaklega að efni sem gerir þeim gagn. Stundum er talað um að bókmenntir séu forsenda þess að þjóðtungur lifi af. Mikilvægt er að það endurspeglist í íslenskustefnu stjórnvalda á netinu.“ 

Þar segir jafnframt að eftir því sem samskipti færist í auknum mæli á netið sé talsverð hætta á aðráðandi efni verði slangurmál og í litlu samhengi við vandaða íslensku. Eins sé vafasamt að öll þekking sé sótt í erlendar heimildir þannig að úr verði blendingsmál.

„Mun meira af vönduðu efni á íslensku er nú á netinu en áður en hér þarf samt að auka verulega við. Afar mikilvægt er að má fjölmiðla verði vandaðra en þar hefur yfirlestur mjög verið skorinn niður og ættu ríkisstyrkir til fjölmiðla að hluta til að vera eyrnamerktir málfarsstuðningi. Til greina kæmi að koma á miðlægri málfarsráðgjöf fyrir sjálfstæða fjölmiðla.“ 

Gjaldfrjáls alfræðirit og orðabækur

Brýn þörf sé á því að stjórnvöld styrki sérstaklega gerð alfræðiefnis fyrir netið, svo sem íslenska wikipediu eða hliðstætt alfræðirit. Annars sé hætta á að fyrsti áfangastaður fólks sé óvandað efni, efni ætlað yngri skólastigum eða nemendaritgerðir. Brýnt sé að slíkt rit verði gjaldfrjálst. Það sama eigi við um tvímála orðabækur.

Nefndin leggur einnig til að styðja við íslensk hlaðvörp með fræðsluefni, en þeim hafi fjölgað þó nokkuð. Þó þurfi að auka við og veita sérstaka styrki til vandaðrar hlaðvarpsgerðar.

„Þó að dægurmál verði eðiliega alltaf vinsælust á hlaðvarpsveitum er mikilvægt að til sé vandað fræðsluefni sem er hægt að vísa fróðleiksþyrstum á. Til greina kemur að efnt verði til sérstakrar kynningar á gæðaefni og jafnvel veita sérstök hlaðvarpsverðlaun.“ 

Íslendingar séu svo eftirbátar annarra þjóða hvað varði aðgengi að hljóð- og rafbókum á íslensku og því hætta á því að fólk lesi þá fremur á ensku. Stjórnvöld þurfi að beita sér fyrir því að íslenskar bækur verði aðgengilegar sem hljóð- og rafbækur í auknum mæli og að þetta efni sé aðgengilegt.

„Mikilvægasta af öllu er að virkja áhuga þjóðarinnar á íslensku efni og auðvelda henni að sækja í það á stafrænu formi. Samkeppnin um athyglina er hörð og er ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi. Þjóðin sýnir þó tungunni iðulega mikinn áhuga og það er stjórnvalda að glæða hann á allan hugsanlegan hátt.“ 

Leggur nefndin til að stjórnvöld beiti sér fyrir eftirfarandi:

  1. Átak til að auka áhuga þjóðarinnar á að nota íslensku á netinu
  2. Hljóðbóka- og rafbókasafn á netinu
  3. Styrkir til gerðar vandaðra hlaðvarpa
  4. Auknir styrkir til rafræns kennsluefnis
  5. Sjóður til að koma mikilvægu gömlu efni á netið
  6. Styrkur til vinnslu alfræðirits á netinu
  7. Opinn aðgangur að íslenskum og tvímála orðabókum
  8. Miðlæg málfarsráðgjöf fyrir fjölmiðla

Ályktunina má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“