Ofurtölva nokkur hefur spáð í spilin fyrir Heimsmeistaramótið í Katar síðar á þessu ári.
Mikil eftirvænting ríkir í aðdraganda mótsins. Það er haldið um vetur í fyrsta sinn vegna hitans í Katar yfir sumartímann.
Samkvæmt ofurtölvunni hafnar England í efsta sæti síns riðils. Liðið spilar þar gegn Íran, Bandaríkjunum og Wales.
Það þýðir að England mun mæta Senegal í 16-liða úrslitum. Ofurtölvan spáir því að liðið klári það einvígi.
Í 8-liða úrslitum verður hins vegar komið að leik við heimsmeistara Frakka. Þar mun England detta úr leik.
Samkvæmt ofurtölvunni fara Frakkar svo í úrslitaleikinn, þar sem liðið mun hins vegar tapa gegn Brasilíu, sem verða krýndir heimsmeistarar.
Argentína dettur út í undanúrslitum samkvæmt ofurtölvunni. Það mun Belgía gera einnig en Argentína sigrar leikinn um þriðja sætið.
Allt er þetta auðvitað til gamans gert. Það verður áhugavert að sjá hvernig HM í Katar spilast.