Brotist var inn á heimili Alex Oxlade-Chamberlain leikmanns Liverpool á þriðjudag en hann var heima ásamt unnustu sinni og ungu barni þeirra.
Parið býr í Wilmslow í úthverfi Manchester en þau keyptu húsið á um 500 milljónir á síðast á ári.
Chamberlain er í sambandi við Perrie Edwards sem er þekkt söngkona en þau eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári.
Innbrot eru þekkt stærð í þessum hluta Englands þar sem margar stórstjörnur búa en þetta innbrot vekur þó sérstaka athygli.
Chamberlain býr við einkaveg en nágrannar hans eru Sir Alex Ferguson, Rapahael Varane og Ederson markvörður Manchester City.
Innbrot til knattspyrnumanna eru tíð en lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Parið ásamt barninu hafði hægt um sig á meðan þjófarnir sópuðu til sín skartgripum og dýrum töskum.