fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 20:00

F-18 orustuþota. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn áratugum saman hafa Finnar lokað einum þjóðvegi landsins til að nota hann sem flugvöll fyrir orustuþotur. Í landinu eru tólf þjóðvegir sem eru meðal varaflugvalla.

Reuters skýrir frá þessu og segir að nú hafi þjóðvegi einum í Joutsa verið lokað fyrir bílaumferð því hann á að þjóna hlutverki flugvallar næstu fimm dagana. Áratugir eru síðan þessum vegi var síðast lokað vegna verkefna hersins. Vegurinn liggur á milli Helsinki og norðurhluta landsins.

Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið gert áratugum saman þá tók það flugherinn bara nokkra daga að gera veginn kláran sem flugvöll. Vesa Mantyla, ofursti, sagði að svo lengi sem vegurinn sé í góðu standi taki ekki langan tíma að koma honum í notkun.

Um æfingu á vegum hersins er að ræða og taka um 200 manns þátt í henni. Notast verður við F/A-18 Hornet og Hawk MK51 flugvélar.

Fólk hefur safnast að veginum til að fylgjast með æfingunum.

Finnski herinn æfir notkun varaflugvalla árlega.

Mantyla sagði að atburðirnir í Úkraínu sýni að það sé rétt ákvörðun að vera með varaflugvelli sem þessa og geta þannig dreift flugvélunum á vellina. Finnar sóttu um aðild að NATO í vor ásamt Svíum og bíða þess nú að öll aðildarríki bandalagsins samþykki umsókn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“