fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Mál liggja óhreyfð í ár hjá lögreglunni – Málsmeðferðartíminn hefur lengst

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg mál er varða nauðganir og önnur kynferðisbrot liggja óhreyfð, bæði hjá rannsakendum og ákærendum, í allt að ár. Málsmeðferðartími kynferðisbrota hefur lengst á undanförnum árum og er mannekla hjá lögreglu og ákærendum sögð helsta ástæðan.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu starfshóps um málsmeðferðarstíma kynferðisbrotamála. Ríkissaksóknari skipaði starfshópinn í upphafi árs.

Í skýrslunni kemur fram að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hafi verið 413 dagar að meðaltali 2021 og hafi lengst um 77% frá 2016. Sama staða er uppi hvað varðar kynferðisbrotamál í heild.

Frá 2016 hefur þeim fjölgað um 33% og lýkur afgreiðslu þeirra að meðaltali á 253 dögum.

Málin liggja oft óhreyfð í ár eða lengur hjá rannsóknardeild þar sem lögreglumenn komast ekki til að sinna þeim.

Nánar ef fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför