Sara Björk Gunnarsdóttir komst á blað í Meistaradeild kvenna í kvöld er liðið spilaði við Köge frá Danmörku.
Sara var í byrjunarliði Juventus í leiknum en hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri.
Landsliðsfyrirliðinn skoraði markið á 11. mínútu leiksins en var svo tekin af velli á 78. mínútu.
Juventus er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigrinum og hefur betur samanlagt, 3-1.
Köge gerði vel í fyrri leiknum heima og náði jafntefli en réð ekki við þær ítölsku á útivelli.