Myndband gengur nú á TikTok og hefur þar vakið þó nokkra lukku. En þar má sjá seinheppinn ökumann lenda í óhappi á líklega óheppilegasta tíma fyrir slíkt.
Atvikið átti sér stað út á granda. Eins og sjá má lendir þarna ökumaður í því að keyra aftan á lögreglu á mótorhjóli, einmitt á meðan einhver var að taka það upp.
Það gerist líklega varla óheppilegra en þetta.
Þegar hafa þó nokkrir ritað athugasemd við myndbandið en þar segir til dæmis:
„Ég myndi grenja“
„Svekk“
„Úps“
„Pant ekki“
Einhver velti því fyrir sér hvers vegna lögreglan væri að stöðva hjólið svona skyndilega en þá svaraði TikTok-arinn Óskar sem birti myndbandið að lögreglumaðurinn á hjólinu hafi stöðvað til að segja bíl sem var lagður upp á gangstétt að færa sig.
„Það var bíll lagður uppi á gangstétt við hliðina á mér og löggan var að segja honum að fara.“
@sveinsson24 Hahahah😂 #fyp #lögreglan ♬ original sound – Jamie Cloud