Fabian Delph, fyrrum leikmaður Aston Villa og Manchester City, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Þessar fréttir koma töluvert á óvart en Delph er aðeins 32 ára gamall og hefur verið félagslaus í dágóðan tíma.
Delph yfirgaf lið Everton eftir síðustu leiktíð en hann kom þangað frá Man City árið 2019.
Miðjumaðurinn er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Villa en hann lék þar frá 2009 til 2015 eftir að hafa komið frá Leeds.
Delph var mikið meiddur á sínum ferli og spilaði aðeins 35 deildarleiki fyrir Everton á þremur árum.
Delph var á sínum tíma landsliðsmaður Englands og lék 20 leiki frá 2014 til 2019.