Danny Mills, fyrrum landsliðsmaður Englands, er alls enginn aðdáandi varnarmannsins Tyrone Mings sem spilar með Aston Villa.
Mings er 29 ára gamall miðvörður sem á að baki 17 landsleiki fyrir Englands og er enn í myndinni hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.
Mills segir Mings þó vera of lélegan fyrir landsliðið og vill ekki sjá hann er lokahópurinn fyrir HM í Katar verður valinn.
Einhverjir hafa talað um að Mings ætti að taka stöðu Harry Maguire í hjarta varnarinnar en hann hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu mánuði.
Ef Mills fær einhverju ráðið verður það ekki niðurstaðan en hann segir Mings ekki vera í klassa til að spila með enska liðinu.
,,Því hann er ömurlegur,“ svaraði Mings spurður að því af hverju Mings ætti ekki að spila með liðinu.
,,Að mínu mati þá er Harry Maguire mun betri á boltanum.“