fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stórbruni í verslun á Egilsstöðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2022 17:03

Mynd: Fréttablaðið/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórbruni er þessa stundina í útifataversluninni Vaski á Egilsstöðum, verslunin er staðsett að Miðási 7b í bænum.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um brunann er rætt við íbúa á svæðinu. Sá segir að um stórbruna sé að ræða. Ekki hefur náðst í brunavarnir á Austurlandi vegna málsins.

Íbúinn sem Fréttablaðið ræddi við telur að líklega hafi kviknað í fatahreinsun sem hafði starfsemi í húsinu. Austurfrétt staðfestir það í sinni frétt um málið.

Þá segir Austurfrétt að fólk sé ekki talið í hættu og að slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar séu á staðnum. Nágrannar verslunarinnar séu beðnir um að loka gluggum auk þess sem fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í nágrenninu.

Einnig segir Austurfrétt að eldurinn hafi komið upp um klukkan 16:20 í dag, sjúkrabílar séu á staðnum en að það sé þó ekki talið að neinn hafi verið í þvottahúsinu þegar eldurinn kom upp.

Hilmar Jökull á Twitter birti eftirfarandi myndband af brunanum.

Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi, biðlar til íbúa á Egilsstöðum að koma ekki að vettvangi samkvæmt frétt RÚV. Viðbragðsaðilar séu að störfum og vont ef fólk þvælist fyrir. Hann segir að ekki sé vitað um eldsupptökk en slökkviliðsmenn hafi meðal annars verið að tína gaskúta úr húsakynnum Landsnets til að fyrirbyggja sprengingar.

Dælubíll Isavia frá Egilsstaðaflugvelli hefur verið færður á vettvang og er kominn í gagnið.

Mikinn svartan reykjarmökk leggur nú yfir alla Egilsstaði. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RÚV á Austurlandi segir að húsið sé gjörsamlega alelda en svo virðist sem að slökkvilið sé að takast að slökkva í þeim hluta hússins sem snýr að Landsneti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu