fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Eiður og félagar héldu fund til að bregðast við – „Við komumst nú ekki mikið dýpra en þetta drengir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 07:00

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði héldu FH-ingar samstöðufund í Kaplakrika í tilraun til að snúa við afar döpru gengi karlaliðsins.

FH hefur heilt yfir átt skelfilegt tímabil í Bestu deildinni. Liðið er í fallsæti þegar henni hefur nú verið skipt upp.

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá á dögunum, þar sem hann var meðal annars spurður út í „krísufundinn.“

„Þetta var í rauninni ekki krísufundur. Stuðningsmannahópurinn, þessir helstu, sem eru búnir að vera þarna í mörg ár og eru miklir FH-ingar, við vildum gefa þeim aðeins betri tengsl við okkur sem þjálfarateymi hverjar pælingarnar voru, hvað er að gerast hjá okkur innan liðsins,“ segir Eiður.

Hann segir að menn hafi snúið bökum saman á fundinum. Eftir hann var gengið töluvert skárra og stemningin betri.

„Það var kannski jákvætt að fá svona skell í leiknum í Vestmannaeyjum og segja „við komumst nú ekki mikið dýpra en þetta drengir.“ Bæði við sem hópur, leikmenn og þjálfarateymi náðum allt í einu að snúa þessu við, búa til smá stemningu.“

Þrátt fyrir dapurt gengi í deildinni er FH komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Þar mætir liðið Víkingi Reykjavík á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi