Manchester United hefur mikinn áhuga á Jurrien Timber, ef marka má Calcio Mercato á Ítalíu.
Hinn 21 árs gamli Timber er á mála hjá Ajax, en hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins.
Timber er miðvörður. Erik ten Hag, stjóri United, vill fá inn miðvörð. Hann er alls ekki sannfærður um Harry Maguire, fyrirliða liðsins.
Maguire hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum United.
Rauðu djöflarnir gætu þurft að greiða allt að 57 milljónum punda fyrir þjónustu Timber.
Timber er hollenskur. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki tíu A-landsleiki fyrir þjóð sína.