Nýverið lauk fyrsta KSÍ B Markmannsþjálfaranámskeiðinu með útskrift 9 þjálfara. Námskeiðið hófst í mars á þessu ári og lauk með útskrift í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, föstudaginn 23. september.
KSÍ B Markmannsþjálfaragráða er liður í því að bæta þjálfun markvarða hér á landi og stefnt er að því að hefja nýtt námskeið eftir áramót.
UEFA hafði eftirlit með námskeiðinu og vonir standa til að UEFA samþykki KSÍ B Markmannsþjálfaragráðuna sem UEFA þjálfaragráðu, en málið verður tekið fyrir á fundi UEFA í október.
Nöfn þeirra sem útskrifuðust sl. föstudag er að finna hér að neðan. En sérstaklega má nefna að Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir er fyrsta konan til að útskrifast með markmannsþjálfaragráðu hér á landi.
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Ingvar Jónsson
Kjartan Sturluson
Maciej Majewski
Sigmundur Einar Jónsson
Valdimar Valdimarsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir