Hummel hefur sent frá sér sterk skilaboð, þar sem fyrirtækið fordæmir það að Heimsmeistaramótið sé haldið í Katar síðar á þessu ári.
Fyrirtækið framleiðir búninga Danmerkur í ár. Með hönnuninni vill Hummel senda sterk skilaboð.
„Við höfum dregið úr öllum smáatriðum í búningunum, eins og í merkinu. Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem hefur kostað þúsundi líf sitt. Við styðjum danska landsliðið alla leið, en það er ekki það sama og að styðja við það að Katar sé gestaþjóð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Hummel.
„Við trúum því að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar hann gerir það ekki, viljum við koma með yfirlýsingu.“
Þriðji búningur Dana á HM verður alveg svartur. „Svartur. Litur sorgarinnar. Hinn fullkomni litur fyrir þriðja búning Danmerkur á HM,“ segir í yfirlýsingunni.