Það voru byggingaverkamenn, sem voru að störfum rétt sunnan við Tel Aviv, sem voru að grafa þegar skófla gröfu þeirra kom niður á og fór í gegnum þak á því sem reyndist vera einstakur fornleifafundur.
Undir byggingasvæðinu leyndist grafhvelfing sem hafði verið lokuð í rúmlega 3300 ár, frá tíma Ramses II sem réði þá ríkjum í Egyptalandi. The Israel Antiquities Authority skýrir frá þessu í fréttatilkynningu.
Verkamennirnir kölluðu fornleifafræðinga á vettvang og fóru þeir með mikilli varkárni niður í myrkrið og uppgötvuðu að þarna niðri var grafhvelfing sem hafði ekki verið hreyfð í árþúsund.
Þar voru keramik- og bronsmunir eins og var venja að skilja eftir í grafhvelfingum fyrir 3300 árum. Var talið að hinir látnu gætu tekið munina með sér á nýjar slóðir.
Eli Yannai, prófessor og sérfræðingur í bronsaldartímanum, segir að um „einstaka uppgötvun“ sé að ræða. Það sé ótrúlega sjaldgæft að finna „leikmynd úr Indiana Jones“, helli, skreyttan hlutum sem hafa staðið óhreyfðir í 3300 ár.