fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kom að því að gefa börnunum jólagjöf ákváðu hjónin Hayley og Barney að fara frumlega leið til að spara peninga en um leið gleðja börnin mjög.

Það getur verið erfitt að takast á við þau útgjöld sem fylgja jólamánuðinum, það þarf að kaupa gjafir, mat og fleira. Jólagjafirnar eru oft stór hluti af þessum útgjöldum og það vissu Hayley og Barney.

Þau höfðu ekki úr svo miklu að spila þegar kom að því að kaupa jólagjafir handa börnunum sínum. Þau þurftu því að treysta á hugmyndaauðgi sína til að finna góða gjöf og óhætt er að segja að það hafi tekist.

Þau gáfu börnunum sínum, Daisy 8 ára og Freddie 4 ára, gjöf sem kostaði ekki krónu. Þetta var „tími“.

Þótt þetta sé nokkurra ára gömul saga, þá stendur hún fyrir sínu og er gæti kannski vakið suma til meðvitundar um hversu mikilvægt það er að eyða tíma með börnunum sínum.

Það hljómaði eitthvað á þessa leið:

„Þetta árið ákváðum við að gefa ykkur tíma að gjöf, okkar tíma, tíma sem við getum sem fjölskylda eytt saman og átt ánægjulegar stundir. Tími án truflana, engin vinna, engir símar, bara þið og við! Í þessum kassa eru 12 umslög. Í hverju er fyrir fram skipulagt og greitt fjölskyldustefnumót. Fyrsta dag hvers mánaðar opnum við eitt umslag saman og skipuleggjum fjölskyldustefnumótið okkar.“

Þetta var svo sannarlega gjöf sem gladdi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í samtali við Holderness East Yorkshire sagði hún að þegar hún hugsaði um hvað börnin ættu að fá í jólagjöf hafi henni fundist að þau ættu öll þau leikföng sem þau þörfnuðust og hafi því ekki haft hugmynd um hvað þau ættu að fá.

„Ég vissi hins vegar að ég myndi elska að skapa nokkrar dásamlegar minningar fyrir fjölskylduna okkar og það hefur verið frábært,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns