fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 16:30

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að fá ristilkrabbamein eru tvisvar sinnum meiri ef maður á ættingja sem hefur fengið það. Ástæðan er umhverfisáhrif að sögn norrænna sérfræðinga.

Það eru því ekki eingöngu erfðir sem hafa áhrif á líkurnar á að fá ristilkrabbamein en fram að þessu hafði verið talið að svo væri.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar norrænnar rannsóknar, sem hefur verið birt í International Journal of Cancer, þá geta þættir eins og sameiginlegur uppvöxtur eða heimilishald, þar sem fólk býr við sömu skilyrði, reykingar, ofþyngd, mataræði og almenn óhollur lífsstíll skipt meira máli hvað varðar auknar líkur á að ristilkrabbamein komi upp í fjölskyldum en erfðir.

John Brandt Brodersen, prófessor og sérfræðilæknir í almennum lyflækningum við lýðheilsudeild Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Videnskab að rannsóknin staðfesti að félagsleg áhrif skipti meiru hvað varðar hættuna á að fá ristilkrabbamein en erfðir. Það er rökrétt að hans mati því við erum flokkdýr sem erum saman í hóp, borðum það sama og aðrir í hópnum og reykjum það sama.

Rannsóknin náði til 350.000 sjúklinga með ristilkrabbamein í Skandinavíu og rúmlega tveggja milljóna ættingja þeirra. Með aðstoð tölfræðilíkana gátu vísindamennirnir greint á milli erfðafræðilegs arfs og umhverfisarfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið