Lögreglan á Indlandi leitar nú að kennara sem sakaður er um að hafa barið nemanda sinn til dauða vegna stafsetningarvillu. Nikhil Dohre hét nemandinn sem um ræðir en kennarinn á að hafa barið hann með priki og sparkað í hann þar til hann missti meðvitund. Dohre á að hafa skrifað orðið „social“ vitlaust á prófi samkvæmt skýrslu sem faðir hans gaf lögreglunni.
Dohre, sem var aðeins 15 ára gamall, lést á mánudaginn vegna áverkanna sem hann hlaut við barsmíðar kennarans. Dohre var hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt stéttasamfélagsins á Indlandi, en samkvæmt Rishi Kumar, frænda Dohre, hyllir kennarinn þeim er koma úr efri lögum samfélagsins.
„Hann er á flótta en við munum handtaka hann fljótlega,“ segir lögreglumaðurinn Mahendra Pratap Singh í samtali við AFP.
Hundruðir manna komu saman á mánudaginn í kjölfar þess sem það frétti af dauða Dohre og mótmælti. Kröfur mótmælenda eru þær að kennarinn verði handtekinn áður en lík drengsins verður brennt. Um það bil 12 voru handtekin á mótmælunum sem fóru ekki að öllu fram með friðsamlegum hætti en mótmælendur kveiktu til að mynda í lögreglubíl.
Police van torched in Auraiya of Central West Uttar Pradesh. This came in as a violent protest following death of a minor dalit boy who died after being allegedly thrashed by his upper class school teacher.
SP Charu Nigam yet to confirm, comment. pic.twitter.com/5PsXG1TOHw— Saurabh Sharma (@saurabhsherry) September 26, 2022