fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Fókus
Miðvikudaginn 28. september 2022 08:47

Hannes og Stefán Máni. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar, Floodlights, hefur keypt kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána Húsið.

„Stefán Máni er ótrúlega orkumikill rithöfundur sem skrifar myndrænar og kyngimagnaðar bækur. Húsið er dimm og drungaleg saga og ég var ekki búinn að lesa margar blaðsíður þegar ég fann að hér væri efni í góða kvikmynd. Það er auðvitað langt í land ennþá en handritavinnan er komin af stað og vonandi sjáum við Hörð Grímsson á hvíta tjaldinu áður en langt um líður,“ segir Hannes.

Stefán Máni er ánægður með samkomulagið og hlakkar til að fylgjast með þróuninni.

„Ég er hrikalega ánægður með þennan samning. Það er tími til kominn að Hörður Grímsson fái njóta sín á hvíta tjaldinu og Hannes Þór er hárréttur maður í verkið. Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast,“ segir Stefán.

Framleiðslufyrirtækið Floodlights hefur verið á miklu skriði undanfarin ár en síðan Hannes Þór lagði markmannshanskana á hilluna hefur aukinn kraftur færst í starfsemina. Hannes Þór hefur verið stórtækur á íslenska auglýsingamarkaðnum upp á síðkastið og leikstýrði auk þess fyrir stuttu tveimur herferðum fyrir kínversk stórfyrirtæki sem framleiddar voru hér á landi af Floodlights.

Leynilögga, fyrsta kvikmynd Hannesar í fullri lengd, var frumsýnd á síðasta ári og gekk afar vel í íslenskum kvikmyndahúsum. Kvikmyndin vakti óvænta athygli á fjölmörgum kvikmyndahátíðum og hefur fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda.

„Það er allt búið að vera á fullu síðan ég flutti heim 2019 og eftir velgengni Leynilöggunnar eru spennandi tímar framundan. Ásamt Húsinu er ég tengdur nokkrum mjög áhugaverðum verkefnum og hugmyndin er að bretta upp ermar og koma miklu í verk næstu árin,“ segir Hannes

Ný heimasíða fyrir Floodlights er komin í loftið og má finna hana á slóðinni: https://floodlights.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram