Douglas Luiz miðjumaður Aston Villa hjólar í fréttamanna sem setti inn mynd af kærustu hans og fókusaði þar á rass hennar.
Luiz er í ástarsambandi við Alisha Lehmann sem einnig leikur með Aston Villa.
„Án þess að skoða myndbandið aftur, númer hvað var leikmaðurinn,“ skrifaði Milton Neves fréttamaður í heimalandi Luiz og var þar að einblína á rassinn á Lehmann.
„Þú ert gamall karl sem sem birtir myndband sem virðist ekki kvennaknattspyrnu eða leikmanninn. Þessi kona er kærasta mín,“ skrifar Luiz.
„Þvílík óvirðing.“
Luiz eyddi síðar færslu sinni en skjáskotið úr myndbandinu sem fréttamaðurinn deildi er hér að neðan.