Alex Scott fyrrum leikmaður Arsenal og nú sjónvarpskona í Bretlandi hefur greint frá leynilegu ástarsambandi sem hún átti við samherja sinn hjá Arsenal.
Scott og Kelly Smith voru kærustupar í nokkur ár án þess að nokkur hefði hugmynd um það.
Scott segir frá ástarsambandinu í ævisögu sinni en sambandið hófst þegar Scott var ung að árum en Kelly er sex árum eldri.
„Ég fór fram og til baka með það hvort ég vildi skrifa þennan kafla,“ segir Scott sem er 37 ára gömul í dag.
Ástarsamband hennar og Kelly hófst árið 2005 í klefanum hjá Arsenal en þær sömdu svo báðar við lið í Bandaríkjunum og flutti þangað nokkrum árum síðar.
„Ég vildi ekki segja ósatt um neitt í bókinni. Þetta er mitt fyrsta ástarsamband, ég varð mjög ástfangin,“ segir Scott.
„Svo er það ástarsorgin og þeir hluti. Þetta er stór hluti af mínu lífi og ég myndi ekki vilja breyta neinu,“ segir Scott.
Scott er einhleyp í dag en hún er tvíkynhneigð en á meðan er Kelly í ástarsambandi með konu og eiga þær saman tvö börn.