fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Dularfull drónaflug við norska borpalla

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 07:58

Olíuborpallur í Norðursjó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum áður en göt voru sprengd á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti skýrðu norsk yfirvöld frá dularfullum ferðum dróna við olíu- og gasborpalla í Norðursjó. Að undanförnu hafa drónar sést við borpalla sem eiga að hjálpa Evrópu að komast í gegnum veturinn án þess að hafa aðgang að rússnesku gasi.

Drónunum hefur verið flogið mjög nærri borpöllunum. Ekki er vitað hverjir stýrðu þeim en á mánudaginn varaði norska eldsneytiseftirlitsstofnunin við að hætta geti stafað frá drónunum og að hugsanlega verði þeir notaði til að gera árásir á borpallana.

Á síðustu vikum hafa að minnsta kosti sex drónar sést innan 500 metra öryggissvæðis sem er í kringum borpallana. Stavanger Aftenblad segir að tveir hafi sést 17. september. Annar var á Kristina-svæðinu sem er 195 km frá vesturströnd Noregs og hinn var á Gina Krog gassvæðinu sem er 230 km suðvestan við Stavanger.

Þann 20. september sást einn aðeins 50 metra frá Heidrun-borpallinum sem er um 160 km frá landi. Stavanger Aftenblad segir að einnig hafi drónar hugsanlega verið á ferð við Ringhorne-borpallinn sem er vestan við Stavangeru.

Norski varnar- og öryggismálamiðillinn AldriMer segir að drónar hafi einnig sést við Gullfaks C-svæðið, Johan Sverdrup-borpallinn og Snorre A-svæðið undan vesturströnd Noregs.

Að fljúga dróna svona langt út á haf krefst þess líklega að fyrst sé siglt með þá áleiðis og þeir síðan sendir á loft frá skipinu. Af þeim sökum geta gögn um skipaumferð hugsanlega hjálpað norskum yfirvöldum við að upplýsa hver eða hverjir stóðu á bak við þetta. Yfirvöld hafa þó ekki sagt neitt til um það enn sem komið er en segjast halda öllum möguleikum opnum.

Heimildarmaður innan norska hersins sagði í samtali við AldriMer að þar á bæ leiki grunur á að „ríki“ hafi staðið á bak við þetta. Enginn hefur nefnt það ríki á nafn en ekki má gleyma að Rússar hafa á síðustu mánuðum nýtt sér orkuskort í Evrópu sem vopn gegn ríkjunum í Vestur-Evrópu.

Þá hljóta grunsemdirnar að beinast í auknum mæli að Rússum í ljósi atburða gærdagsins þar sem kom í ljós að göt höfðu verið sprengd á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti.

Skemmdarverkin á gasleiðslunum í Eystrasalti – Voru Rússar að verki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg