Mirror segir að talið sé að Close hafi öskrað á þau út um glugga þegar hann heyrði parið segja hundinum að fara að skíta. Hann er sagður hafa sagt: „Eruð þið að þjálfa þennan helvítis hund eða bara öskra á hann?“
Því næst greip hann AK-47 byssu, sem hann hafði tekið hjá vini sínum sem er lögreglumaður í lögreglunni í Denver, og skaut 24 skotum að parinu.
Hann hæfði Thallas í bakið og lést hún á vettvangi. Hún hafði haldið upp á 21 árs afmælið sitt tveimur dögum áður.
Simon fékk skot í fótlegg og rasskinn en lifði árásina af.
Close var handtekinn síðar um daginn.
Þetta gerðist 10. júní 2020. Á föstudaginn var dómur kveðinn upp yfir Close og var hann fundinn sekur um að hafa skotið Thallas til bana. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér en tilkynnt verður um þyngd dómsins þann 4. nóvember næstkomandi.