fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Skotin til bana af því að hundurinn hennar skeit í garði morðingjans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 22:00

Isabella Thallas. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Michael Close, sem býr í Denver í Bandaríkjunum, hafi reiðst mjög þegar Isabella Thallas og unnusti hennar, Darian Simon, reyndu að fá hundinn sinn til að skíta í garði Close.

Mirror segir að talið sé að Close hafi öskrað á þau út um glugga þegar hann heyrði parið segja hundinum að fara að skíta. Hann er sagður hafa sagt: „Eruð þið að þjálfa þennan helvítis hund eða bara öskra á hann?“

Því næst greip hann AK-47 byssu, sem hann hafði tekið hjá vini sínum sem er lögreglumaður í lögreglunni í Denver, og skaut 24 skotum að parinu.

Hann hæfði Thallas í bakið og lést hún á vettvangi. Hún hafði haldið upp á 21 árs afmælið sitt tveimur dögum áður.

Simon fékk skot í fótlegg og rasskinn en lifði árásina af.

Close var handtekinn síðar um daginn.

Þetta gerðist 10. júní 2020. Á föstudaginn var dómur kveðinn upp yfir Close og var hann fundinn sekur um að hafa skotið Thallas til bana. Hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér en tilkynnt verður um þyngd dómsins þann 4. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu