Hinn skemmtilegi Chris Wilder er talinn líklegastur til að taka við liði Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Wilder fékk mikið hrós á sínum tíma sem stjóri Sheffield United er liðið spilaði glimrandi góðan bolta í efstu deild.
Wilder var rekinn á sínu seinna tímabili sem stjóri Sheffield en liðið féll úr úrvalsdeildinni eftir mjög gott fyrsta tímabil.
Hann er í dag þjálfari Middlesbrough í Championship-deildinni en gæti vel verið á leið aftur í þá bestu.
Scott Parker yfirgaf lið Bournemouth fyrr á tímabilinu og hefur liðið verið að skoða ýmsa möguleika þegar kemur að arftaka hans.
The Mail segir á meðal annars að Wilder sé efstur á óskalista Bournemouth en hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta sem hefur í gegnum tíðina heillað marga.