Ísland gerði jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var í Tirana í Albnaíu. Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli á tíundu mínútu.
Aron Einar lenti í eltingaleik við sóknarmann Albaníu og braut af sér. Eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR-skjánum rak hann Aron af velli.
Albanir tóku svo forystuna í leiknum á 35 mínútu þegar Ermir Lenjani skallaði knöttinn í netið á fjærstöng.
Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum og síðari hálfleikurinn var vel spilaður, það skilaði sér á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði.
Mikael mætti á fjærstöng og gerði vel. Þórir Jóhann sendi boltann fyrir og varamaðurinn skoraði af yfirvegun.
Byrjunarlið Íslands
Rúnar Alex Rúnarsson – 7
Varð nokkrum sinnum mjög vel í leiknum og ekki verður við hann að sakast.
Guðlaugur Victor Pálsson 7
Virkilega öflugur og þá sérstaklega í síðari hálfleik, virkilega góður kraftur í Gulla.
Hörður Björgvin Magnússon 5
Var gjörsamlega sofandi í marki leiksins, fékk boltann yfir sig eins og svo oft áður með landsliðinu. Vann sig svo vel inn í leikinn.
Aron Einar Gunnarsson (´10)
Fékk rautt spjald og spilaði of lítið til að fá einkunn.
Davíð Kristján Ólafsson 7
Var heldur betur öflugur í dag, hefur bætt sig mikið varnarlega undanfarið. Besti maður Íslands í dag.
Þórir Jóhann Helgason 6
Duglegur en komst lítið í boltann framan af, öflugur í seinni hálfleik.
Ísak Bergmann Jóhannesson (´69) 5
Kraftur í Ísaki en var sofandi í marki Albaníu.
Birkir Bjarnason (´81) 7
Var miklu betri en í undanförnum leikjum, duglegur og var meiri kraftur í honum. Meira svona.
Jón Dagur Þorsteinsson (´13)
Var tekinn af velli eftir rauða spjald Arons Einars og spilaði of stutt til að fá einkunn.
Alfreð Finnbogason (´69) 6
Fékk úr litlu að moða en sýndi takta í síðari hálfleik sem gaman var að sjá.
Arnór Sigurðsson 5 (´69)
Fínir sprettir Arnórs í leiknum, fékk fínt færi sem hann hafði mátt gera betur í.
Varamenn:
Daníel Leó Grétarsson (´13) 6
Hákon Arnar Haraldsson (´69) 6
Mikael Neville Anderson (´69) 7
Mikael Egill Ellertsson (´69) 6