Íslenska karlalandsliðið spilar þessa stundina við Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar en staðan er 1-0 eftir 35 mínútur.
Ermir Lenjani sá um að koma Albönum yfir á einmitt 35. mínútu gegn tíu Íslendingum í Tirana.
Ísland hefur leikið manni færri frá 10. mínútu en þá fékk landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson rautt spjald.
Það er vel hægt að réttlæta rauða spjald Arons sem missti leikmann Albaníu inn fyrir og braut svo á honum.
Atvikið má sjá hér.