Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í Þjóðadeildinni í kvöld. Byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara er klárt.
Leikurinn skiptir ekki öllu máli þar sem Ísrael hefur þegar unnið riðil okkar í Þjóðadeildinni. Ísland getur hins vegar styrkt stöðu sína varðandi umspil fyrir EM 2024, sem liðið gæti þurft að fara í, með góðum úrslitum.
Arnar gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigri á Venesúela. Ísak Bergmann Jóhannesson og Þórir Jóhann Helgason koma inn í liðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson
Byrjunarlið Íslands
Rúnar Alex Rúnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hörður Björgvin Magnússon
Aron Einar Gunnarsson
Davíð Kristján Ólafsson
Þórir Jóhann Helgason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Birkir Bjarnason
Jón Dagur Þorsteinsson
Alfreð Finnbogason
Arnór Sigurðsson
Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Viaplay.