Lionel Messi hefur tekið þá ákvörðun um að yfirgefa PSG næsta sumar þegar samningur hans er á enda. Spænskir miðlar fullyrða þetta.
Messi er á sínu öðru tímabili með PSG en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann íhugi endurkomu til Barcelona.
Messi er 35 ára gamall en hann varð að yfirgefa Barcelona vegna fjárhagsvandræða félagsins.
PSG vill halda í Messi sem hefur á þessu tímabili spilað vel og fundið sitt gamla form, var hann oft í vandræðum á síðustu leiktíð.
Miquel Blazque blaðamaður á Spáni segir að Messi muni hafna öllum tilboðum sem PSG kann að setja á borð hans.