fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Jafn slæmt og framhjáhald“ – Gómaði eiginmanninn um nóttina

Fókus
Laugardaginn 1. október 2022 20:00

Mynd/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég sá fréttirnar um að Adam Levine hefði sent óviðeigandi skilaboð á aðrar konur á bak við eiginkonu sína þá rifjuðust upp margar slæmar minningar,“ segir hin breska Lianne Wynn.

Lianne er 35 ára og er gift Martin, 37 ára. Þau eiga saman tvö börn, 12 ára og 8 ára, og búa í Surrey í Bretlandi. Hún opnar sig um hjónabandserfiðleika og tímabil í sambandi þeirra þar sem hún íhugaði að fara frá honum í ljósi skandalsins sem umlykur Adam Levine þessa dagana.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Lianne og Martin voru búin að vera gift í níu ár og hélt hún að þau væru hamingjusöm þegar annað kom í ljós. Hún segir frá augnablikinu þegar hún áttaði sig á því að líf hennar og hjónaband væri ekki fullkomið. Hún komst að því að eiginmaður hennar væri búinn að vera í „óviðeigandi samskiptum“ við um áttatíu aðrar konur á netinu.

Hélt að hjónabandið væri sterkt

„Ég var hamingjusöm í hjónabandinu með Martin – eiginmanni mínum til níu ára og föður barnanna minna – þegar ég uppgötvaði öll skilaboðin sem hann sendi á aðrar konur,“ segir hún í samtali við The Sun.

„Ég byrjaði að taka eftir því að hann var farinn að vaka lengur til að horfa á sjónvarpið en fyrir það vorum við vön að fara saman í háttinn,“ segir hún.

Hún reyndi að „pæla ekki í því“ en eina nóttina vaknaði hún við lætin í sjónvarpinu. „Ég fór niður og þar var Martin sofandi í sófanum með öll ljósin kveikt. Ég var við það að fara að ýta í hann þegar ég tók eftir símanum hans á stofuborðinu. Ég veit ekki af hverju en ég ákvað að fara í gegnum hann. Hann var með einhvers konar spjallforrit opið og ég var ekki lengi að átta mig á því að Martin hafði verið að tala við um 80 konur yfir mánaðartímabil. Þetta voru allt ókunnugar konur á þessu forriti.“

Lianne segist hafa verið í sjokki og bætir við að þó svo að skilaboðin hefðu ekki verið kynferðisleg þá hefðu þau verið óviðeigandi fyrir giftan karlmann, eins og samtal um að „hittast og kúra.“

„Ég var brjáluð, mér fannst þetta ógeðslegt. Ég var miður mín og ég vildi ekki einu sinni horfa framan í hann,“ segir hún.

Mynd/Getty

Krafðist svara

Lianne vakti Martin og sýndi honum símann. „Svipurinn á honum sagði allt. Hann var svo hissa og skömmustulegur að hann gat ekki talað. Hann augljóslega hélt að ég myndi aldrei komast að þessu.“

Hún segir að hún hafi trúað honum þegar hann sagðist aldrei hafa haldið framhjá honum „í persónu“ en fyrir henni skipti það ekki máli – þetta var jafn slæmt og framhjáhald í hennar huga.

„Hann var að sækjast í nánd og athygli frá öðrum konum. Það var sárt […] Mér fannst hann hafa mölbrotið það traust sem ég bar til hans.“

Næstu daga gisti Martin hjá fjölskyldu og Lianne hugsaði um hvað hún vildi gera. Þau ræddu málin og hann baðst afsökunar.

„Hann sagði að honum hefði liðið eins og ég hefði ekki haft nægan tíma fyrir hann og þess vegna hefði hann sóst í athygli annars staðar. Ég fyrirgaf honum ekki en ég veit að hann átti erfiða æsku og að hann sé manneskja sem þarf að finnast hún elskuð. Ég var enn reið en ég vildi ekki fórna hjónabandinu og fjölskyldu okkar vegna mistaka.“

Segir hjónabandið sterkara

Ár er liðið og segir Lianne að þau sjá til þess að þau séu opin við hvort annað og að þau leggi bæði vinnu í hjónabandið.

„Martin veit að ef þetta gerist aftur, eða ef hann myndi halda líkamlega framhjá mér, þá myndi ég fara frá honum,“ segir hún.

„Tilfinningalegt framhjáhald særir alveg virkilega. Mér líður svo illa vegna þess, en sem betur fer er hjónaband okkar sterkara fyrir vikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn