fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lögregla kölluð til vegna hunds í fjölbýlishúsi á Akureyri – „Rann kalt vatn milli skinns og hörunds að heyra öskrin í börnunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra öskrin í börnunum,“ segir Halldóra Larsen, íbúi í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri. Að sögn Halldóru kom lögregla þangað í gær vegna hunds sem íbúi í húsinu heldur, eftir að hundurinn hafði glefsað í barn. „Ég og kærastinn minn heyrðum mjög árásargjarnt gelt og síðan þessi svakalegu hræðsluöskur og grát. Við fengum öran hjartslátt og vorum í sjokki eftir þetta,“ segir Halldóra.

Að hennar sögn kom lögregla á vettvang og ræddi við íbúa en hundurinn var ekki fjarlægður.

„Það er búið að senda margar tilkynningar til MAST og Akureyrarbæjar vegna þessa hunds. Að mínu mati á þessi hundur heima uppi í sveit en ekki í fjölbýli. Hann getur ekki verið innan um börn,“ segir Halldóra ennfremur.

Stelpan sem varð fyrir bitinu meiddist ekki alvarlega, að sögn, en var í sjokki. „Þessi hundur er geltandi daginn út og daginn inn. Hann er hafður úti í löngu bandi og honum er bara mjög lítið sinnt. Í morgun var nágranni fyrir ofan mig úti með krakkana sína og hún á líka hund sem heyrist ekki í, er svo vel upp alinn, en passar upp á sína. Brjálaði hundurinn ógnaði börnunum og lá kemur þessi hundur og glefar í trýnið á brjálaða hundinum til að passa upp á sína. Þá bakkaði sá brjálaði,“ segir Halldóra. Um atvikið þegar hundurinn glefsaði í barnið segir Halldóra að þá hafi sonur eiganda hundsins verið úti með hann í taumi en ekki haft neina stjórn á honum. Hann hafi slitið sig lausan, ráðist á litla hundinn sem börnin voru með og glefsað í eitt barnana.

„Ástandið vegna þessa hunds er mjög slæmt og krakkarnir hérna eru skíthræddir við hann. Maður getur ekki hleypt börnunum sínum út að leika sér,“ segir Halldóra ennfremur, en hún vill hundinn í burtu. „Árásargjarnir hundar eiga ekki heima í fjölbýli.“

Í umræddu húsi við Keilusíðu eru eingöngu félagslegar íbúðir til útleigu. Segir Halldóra að langur biðtími sé eftir slíku húsnæði, hún hafi orðið að bíða í tvö og hálft ár, og því sé bagalegt að sitja uppi með svona vandamál loksins eftir að hún er komin með þak yfir höfuðið. Segir hún kvartanir og áhyggjur vegna hundsins ná aftur um ein þrjú ár.

Trúir því ekki að hundurinn hafi bitið

DV hafði samband við konuna sem á umræddan hund. „Þetta er mjög skrýtið. Ég get ekki talað í dag, ég er með sjokk og stress. Við getum talað kannski á morgun, ég þarf að ráðfæra mig við vinkonu mína sem talar betri íslensku en ég (konan er pólsk en talar íslensku).“ Segir konan að málið sé mjög skrýtið þar sem hundurinn sé búinn að vera þarna í þrjú ár án vandræða. Hún trúi því ekki að hann hafi bitið barn.

„Ég trúi því ekki að hún hafi bitið, hún hefur aldrei bitið neinn,“ segir konan og lýsir því að sonur hennar hafi farið út með hundinn að ganga og hundurinn hafi hlaupið burtu og viljað leika við annan hund. „Hún bítur ekki, hún bara hoppar mikið,“ segir konan.

Hún sagðist vilja ræða málið betur síðar þar sem hún væri í sjokki yfir þessu og brast hún síðan í grát.

Samtalið átti sér stað í gærkvöld en DV tókst ekki að ná sambandi við konuna í morgun.

Almennt svar frá MAST

DV sendi fyrirspurn á Akureyrarbæ og Matvælastofnun (MAST) vegna málsins. Svar barst frá MAST í morgun, frá Konráð Konráðssyni héraðsdýralækni, og er það eftirfarandi:

„Þegar ábendingar um gæludýr berast er það ávallt metið hvort þær snúist um brot á lögum eða reglugerð um velferð dýra.

Sé ábendingin um gæludýr sem er illa sinnt er málið rannsakað út frá ofangreindum lögum og reglugerð og kannað hvort ábendingin sé á rökum reist.  

Ef ábending er um atriði sem ekki eru á verksviði stofnunarinnar er henni vísað til viðeigandi aðila. Þá getur verið um lausagöngu dýra að ræða eða grimm dýr t.d. hunda sem bíta.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni