fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Arnar hefur nálgast leikinn stóra báðum megin við borðið – „Ef þú tapar ertu algjör lúser“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433.is er snúinn aftur eftir sumarfrí. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík, er fyrsti gestur. Í þættinum var meðal annars farið yfir bikarúrslitaleikinn sem er framundan, en þar mætir Víkingur FH.

Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Víkingur kemst í úrslitaleik bikarsins, ef frá er talið tímabilið 2020, þar sem keppni var ekki kláruð vegna kórónuveirufaraldursins. Lærisveinar Arnars unnu úrslitaleikinn gegn FH árið 2019 og gegn ÍA í fyrra.

„Í fyrsta lagi þarftu að vera með gott lið sem er með karakter og kann að klára leiki. Bikarleikir eru allt önnur ella en deildarleikir,“ segir Arnar.

„Það er mjög erfitt að vinna titil, hvað þá að verja hann. En að vinna þrjú tímabil í röð er ótrúlegt.“

Árið 2019 kom Víkingur inn í leikinn sem „minna liðið“ en gegn ÍA í fyrra var liðið talið sigurstranglegra, líkt og gegn FH í ár. Arnar var spurður út í muninn á því að vera talinn sigurstranglegri annars vegar og ekki hins vegar.

„Það er meiri pressa. Þetta er svona „loose-loose“ staða. Ef þú vinnur varstu hvort sem er sigurstranglegra liðið en ef þú tapar ertu algjör lúser,“ segir Arnar.

Sem fyrr segir er andstæðingurinn FH. Hafnfirðingar hafa átt í miklum vandræðum í Bestu deildinni í sumar og eru í fallsæti nú þegar henni hefur verið skipt upp.

„Við virðum FH mikið sem klúbb. FH er með 5-6 leikmenn sem eru mjög þekkt nöfn í íslenskum fótbolta. Alltaf þegar þekkt nöfn, sem eru kannski komin á lokaskrefin á sínum ferli, fá svona leiki upp í hendurnar, þá verður þetta svolítið „síðasti dansinn.“ Þú vilt sýna þig og sanna, sýna og að þú sért ekki dauður úr öllum æðum.“

Nú stendur yfir landsleikjahlé og hefur Víkingur því fengið gott frí frá síðasta deildarleik. Það hefur verið mikið álag á leikmannahópi liðsins í sumar, þar sem það keppir á öllum vígstöðum.

„Þetta frí var alveg kærkomið. Þó þessi törn okkar í sumar hafi verið mjög skemmtileg þá var komin smá þreyta í mannskapinn. Strákarnir sem voru aðeins eftir á hafa haft tæki og tól til að vinna í viku. Við vorum varla búnir að taka heila almennilega æfingaviku frá því í apríl.“

Hér að neðan má sjá sjónvarpsþátt 433.is í heild, en hann er á dagskrá öll mánudagskvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“
Hide picture