fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 19:00

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að „sérhver notkun kjarnorkuvopna muni hafa skelfilegar afleiðingar“ og staðfesti að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef svo hræðilega fer að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali við Blinken í fréttaskýringaþættinum 60 Mínútur á CBS News.

Blinken vildi ekki segja hvað felst í áætlun Bandaríkjanna.

Hann sagði einnig að bandarískir embættismenn hafi hvatt ráðamenn í Kreml til að „hætta þessu blaðri um kjarnorkuvopn“ og að hann hefði áhyggjur af að enginn í innsta hring Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, þori að andmæla honum ef hann tekur ákvörðun um að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Pútín hafði í hótunum í síðustu viku um að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar telji að þeim sé ógnað og bætti við að hann væri „ekki að plata“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“