Í ræðu sinni hvatti hann til vopnahlés sem myndi binda enda á stríðið. En aðalboðskapurinn í ræðu hans var að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hefðu reynst evrópsku efnahagslífi erfiðar.
Reuters skýrir frá þessu og segir að Orban hafi sagt að það sé alveg hægt að segja að Evrópubúar hafi orðið fátækari vegna refsiaðgerðanna en á sama tíma hafi Rússland ekki bugast. „Þetta vopn hefur endurkastast og með refsiaðgerðunum hefur Evrópa skotið sig sjálfa í fótinn,“ sagði hann.
Ef Orban fengi að ráða þá eru það ekki aðeins Evrópuríki sem eiga að enduríhuga refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi. Hann telur að tími sé kominn til að taka málið upp við Bandaríkin.