fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir að Evrópa hafi skotið sjálfa sig í fótinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:32

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi hafa neikvæð áhrif á Evrópu. Þetta sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í gær þegar hann ávarpið ungverska þingið.

Í ræðu sinni hvatti hann til vopnahlés sem myndi binda enda á stríðið. En aðalboðskapurinn í ræðu hans var að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hefðu reynst evrópsku efnahagslífi erfiðar.

Reuters skýrir frá þessu og segir að Orban hafi sagt að það sé alveg hægt að segja að Evrópubúar hafi orðið fátækari vegna refsiaðgerðanna en á sama tíma hafi Rússland ekki bugast. „Þetta vopn hefur endurkastast og með refsiaðgerðunum hefur Evrópa skotið sig sjálfa í fótinn,“ sagði hann.

Ef Orban fengi að ráða þá eru það ekki aðeins Evrópuríki sem eiga að enduríhuga refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi. Hann telur að tími sé kominn til að taka málið upp við Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“