Heimir Hallgrímsson stýrir í nótt sínum fyrsta landsleik sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar liðið mætir Argentínu í New York. Leikar hefjast klukkan 01:00 á íslenskum tíma og í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlareikningi jamaíska knattspyrnusambandsins leggur Heimir línurnar fyrir leikinn.
Heimir vill að leikmenn sýni að þeim sé alvara að spila fyrir jamaíska landsliðið, spili með stolti og krafti og þá skipti minna máli hvernig leikurinn fer á móti Argentínu.
„Í hreinskilni sagt tel ég leikmennina þurfa að sýna vilja sinn í því að berjast fyrir landslið sitt og liðsfélaga sína. Þetta mun ekki snúast um einstaklingsframmistöður þeirra heldur vilja þeirra á að spila fyrir landið sitt og ef þú sýnir það þá muntu ná tengingu við fólkið í landinu.
Þess vegna þurfa einkenni okkar að vera á hreinu. Hvað er það sem stuðningsmaður Jamaíka vill sjá inn á vellinum? Allir sem horfa á fótbolta geta bent á það þegar leikmaður er að spila með löngun og þrá til að gera vel, að vopni.“
Að einhverju leiti er hægt að sjá sams konar ferli í gangi hjá Heimi með íslenska landsliðið og nú jamaíska.
„Við þurfum að búa til sterkan grunn, vera skipulagðir og þá getum við leyft skapandi leikmönnum að gera sitt. Það er þetta sem ég vil sjá, leikmenn leggja sig alla fram á morgun og þá skiptir minna máli hvernig leikurinn fer. Spilið með stolti, krafti, gefið allt í þetta og þá mun fólkið í Jamaíka kunna að meta það sem við skilum af okkur.“
🎙️“Honestly, I think the players on the pitch will have to show their willingness to fight for the national team to fight together…”
.#ReggaeBoyz #HeimirHallgrímsson #InternationalFriendly #ARGJAM #JFF_Football pic.twitter.com/pu7Dhzc7sb— Official J.F.F (@jff_football) September 26, 2022