Því er haldið fram að um eitt hundrað þjóðverjar, vopnaðir sveðjum og hnúajárnum hafi gert atlögu að bar sem við þjóðarleikvang Englendinga, Wembley í gærkvöldi en þar fór fram landsleikur Englands og Þýskalands í Þjóðadeild UEFA. Daily Mail greindi frá.
Myndband sem sýnir lætin er þjóðverjarnir gerðu vart um sig hefur farið í dreifingu á samfélagmiðlum en atvikið átti sér stað fyrir leik gærkvöldsins. Myndbandið sýnir hvernig hópur manna, klæddur í svart, gerir atlögu að Green Man barnum við Wembley sem er vinsæll hjá fjölskyldum að því er kemur fram í frétt Daily Mail.
Þá sést lögreglan skerast í leikinn og greinir The Sun frá því að einhverjar handtökur hafi verið gerðar. Vitni greina frá því að mennirnir hafi verið þýskir og að einhverjir hafi legið eftir slasaðir.
#ENGGER – left side England. Black on the ride side germans.
Germans attack on Green Man in Wembley#germany #hooligans #riot pic.twitter.com/PMxNIEDVCq
— Freewilly09 (@Freewilly091) September 26, 2022
Reported 100 German fans have just tried to storm the Green Man pub in Wembley.
Looks like they were quickly ran off by England Fans 👋🏻 pic.twitter.com/FXK8HKw4hV
— England Football Fans (@EnglidsAway) September 26, 2022