Bulgakov bar ábyrgð á birgðaflutningum rússneska hersins en eins og kunnugt er hafa Rússar átt í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína í Úkraínu.
Ákvörðunin um brottrekstur hans var tekin skömmu eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti að 300.000 karlar verði kvaddir í herinn.
Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Bulgakov fái ný verkefni en ekki er skýrt frá hver þau eru.
Mizintsev er sextugur hershöfðingi sem hefur hlotið viðurnefnið „Slátrarinn frá Maríupól“ en hann er sagður hafa fyrirskipað hinar grimmdarlegu stórskotaliðsárásir á borgina sem var lögð nær algjörlega í rúst. Hann er einnig sagður hafa komið við sögu í stríðinu í Sýrlandi þar sem hann hafi fyrirskipað árásir á almenna borgara.
BBC segir að margir í Kreml hafi varpað sökinni á erfiðleikum rússneska hersins í Úkraínu á Bulgakov vegna erfiðleikanna við birgðaflutninga. Hann hafði stýrt þeim málum síðan 2008.