Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, vonar að Kylian Mbappe fái einhverja hvíld áður en HM í Katar fer fram.
Það styttist í að HM hefjist en mótið fer fram í nóvember og þar verða helstu knattspyrnustjörnur heims í eldlínunni.
Þar á meðal Mbappe sem er mikilvægasti leikmaður Frakklands og einnig hjá félagsliði sínu Paris Saint-Germain.
Deschamps vonar innilega að Christophe Galtier, stjóri PSG, gefi Mbappe eitthvað frí áður en flautað er til leiks á HM.
,,Ég veit að hann [Galiter] vill enn spila Kylian. Hins vegar af og til þá þarf hann að fá að anda aðeins, að spila minna. Það mun ekki hafa slæm áhrif, öfugt við það,“ sagði Deschamps.
PSG á eftir að spila 11 deildarleiki áður en franska deildin fer í pásu vegna HM. Inni á milli er einnig spilað í bikarnum og Meistaradeild Evrópu.