Lisandro Martinez, leikmaður Manchester United, hlustar á enga gagnrýni en hann kom til enska liðsins í sumar.
Martinez hefur verið gagnrýndur eftir komuna en margir telja að hann sé of smávaxinn til að spila í hlutverki miðvörðs.
Martinez er 175 sentímetrar á hæð en venjan er að miðverðir séu hærri en það – Argentínumaðurinn hefur þó byrjað vel á Englandi.
Martinez kom til Man Utd frá Ajax í sumar og hefur ekki tekið eftir gagnrýninni í enskum fjölmiðlum.
,,Það er gaman að vera kominn í takt við ensku úrvalsdeildina svo ég er mjög ánægður,“ sagði Martinez.
,,Ég er ekkert að hlusta á þessa gagnrýni. Ég trúi á sjálfan mig og legg mig fram á hverjum degi. Það er það sem mun skila árangri að lokum.“