Þann 7. október næstkomandi verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál gegn manni sem ákærður hefur verið fyrir nauðgun. Maðurinn er sakaður um að hafa nýtt sér svefndrunga konu sem svaf í svefnberbergi sínu að sunnudagsmorgni.
DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Þar segir að maðurin hafi, eftir að konan var sofnuð, og án hennar samþykkis, haft við hana samræði og notfært sér þannig það ástand hennar að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst miskabóta og málskostnaðar fyrir samtals fimm milljónir króna. Ákæran var gefin út þann 11. ágúst síðastliðinn en ekki kemur fram í henni hvenær atvikið átti sér stað.